Teikningar eftir höfund
Úr Náttvirkinu:
Tannaför
hávær tónlist þekur veggina
undarlegum orðum flugur suða
kringum handónýta ritvél hvetja
geðsjúka fingurgóma til áfram-
haldandi afhjúpunar og vinaleg
einsemd þrengir sér inn í vitundina
á kvöldi sem þessu eru orð
predikarans allt er hégómi og
eftirsókn eftir vindi tilvalið
umhugsunarefni