Úr Nú eru aðrir tímar:
Auglýsing
Lýst er eftir konu
sem fór að heiman í árdaga
fáklædd og loguðu
eldar í augum
lagði á brattann og hvarf
inn í viðsjála þokuna
æskurjóð og hefur
ekki sést
ekki sést síðan.
(s. 7)
Nú eru aðrir tímar
- Höfundur
- Ingibjörg Haraldsdóttir
- Útgefandi
- Mál og menning
- Staður
- Reykjavík
- Ár
- 1989
- Flokkur
- Ljóð