Gamall þrjótur, nýir tímar
Lesa meiraúfin, strokin
Lesa meira
Norrænar bókmenntir
Nýhilhópurinn hefur verið nokkuð áberandi síðustu þrjú árin eða svo, gefið út ljóðabækur, greinasöfn og skáldsögu. Einnig hefur hópurinn staðið fyrir líflegum upplestrakvöldum ásamt því að halda vel heppnað ljóðapartý um síðustu verslunarmannahelgi þar sem fjöldi erlendra og íslenskra ljóðskálda kom fram. Í haust boðaði hópurinn svo útkomu níu ljóðabóka eftir jafnmarga höfunda undir yfirskriftinni Norrænar bókmenntir.
úfin, strokin
Íslenskur bókmenntaheimur getur tæplega státað af mikilli neðanjarðarmenningu. Vissulega er hér mikið um sjálfsútgáfur á ljóðabókum og jafnvel prósaverkum, en slík verk sverja sig þó ekkert endilega efnislega eða stíllega til neðanjarðarbókmennta. Þó er alltaf eitthvað, Medúsuhópurinn náttla, og í kjöfar hans bókaútgáfa Smekkleysu í lok níunda áratugarins og nú síðast mætti flokka sumt af útgáfu Nýhil hópsins undir neðanjarðarmenningu. Allavega er það þar sem ég myndi staðsetja skáldverk Örvars úr hljómsveitinni Múm, úfin, strokin, sem kom út fyrr á þessu ári. Fyrir utan að búa til tónlist hefur Örvar skrifað eitthvað af ljóðum, meðal annars átti hann ein bestu ljóðin í bókinni Ljóð ungra skálda (2001).