Beint í efni

Þangað vil ég fljúga

Þangað vil ég fljúga
Höfundur
Ingibjörg Haraldsdóttir
Útgefandi
Heimskringla
Staður
Reykjavík
Ár
1974
Flokkur
Ljóð

Úr Þangað vil ég fljúga:

Upphaf

Ég fæddist í gráu húsi
í bláhvítu landi við ysta haf
einn októberdag fyrir löngu

í landinu því var skógur
mikill og forn og dimmur
og draugar riðu þar hjá

á kvöldin kom fuglinn í fjörunni
og söng mér ódáinsljóð
meðan öldur brotnuðu á klettum

um húsið fór gustur af sögum
og lygasagan um heiminn og mig
hófst þar einn októberdag . . .

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Moord liederen

Lesa meira

La cabeza de la mujer

Lesa meira

Le temps qui nous sépare...

Lesa meira

Minningarorð um Franz Gíslason

Lesa meira

Íslensk orðsnilld : fleyg orð úr íslenskum bókmenntum

Lesa meira

Hvar sem ég verð

Lesa meira

Nú eru aðrir tímar

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira