Kári litli og klósettskrímslið
Lesa meira
Fjórar barnabækur
Fyrir mörgum mörgum árum skrifaði þýski bókmenntafræðingurinn Walter Benjamin grein um mikilvægi sögumennskunnar, þess að segja sögur upphátt fyrir annað fólk sem þá verður að einskonar þátttakendum í frásögninni. Greinina skrifaði Benjamin næstum sem minningargrein um hverfandi fyrirbæri, eitthvað sem nútíminn hefur að mestu útrýmt. Líklegast hefði hann, maðurinn sem í öðrum skrifum fagnaði tækninni sem gerði myndir endalaust eftirprentanlegar, glaðst yfir því að sjá að nú er sagnamennskan komin aftur, einmitt í krafti tækninnar.