Úr Tilvistarheppni:
Draumey
[brot]
Draumey fær ekki sofið um nætur
- Ég hugsa, segir Draumey,
um mennina og heiminn,
menninguna og listina
Skrifa
jafn hratt
og þú nemur þessi orð
Skrifa
með blóði mínu
í senn ófyrirleitin
og hógvær.
...
- Heldurðu að ég viti ekki?
hrópar Draumey:
Hér verður ekkert sagt
þó ég hafi látið húðflúra
nafnið Pegasus
á mína hægri hönd.
- Hér verður ekkert sagt.
...
VIÐ SEM HÖFUM SÆTT OKKUR
VIÐ SUNDURLIMAÐA LÍKAMA
VIÐ SEM NEITUM AÐ RÓAST OG ÞROSKAST
MEÐ ÁRUNUM
VIÐ SEM FÁUM EKKI SOFIÐ
UM NÆTUR
VIÐ SEM EFUMST UM ALLT
VIÐ SEM ELSKUM
OG ERUM ÞESSVEGNA Á LÍFI!
- Ég er skáldið í sérhverri veru,
segir Draumey,
- Taktu í hönd mína
og komdu auga á snilld mína.