Eðalog: drög að vísindaljóðlist 21. aldar
Lesa meira
Norrænar bókmenntir II
Kristín Eiríksdóttir á minnsta kverið af þessum fimm en bætir það sem hana vantar í magni upp með gæðum, en að þeim Steinari Braga og Vali Brynjari ólöstuðum þá skarar hennar bók framúr. Húðlit auðnin er röð samtengdra prósa líkt og birtust í Kjötbænum, fyrstu bók Kristínar sem kom út árið 2004. Áhrif súrrealismans eru jafnvel enn meira áberandi hér, en í bókinni er sögð einskonar saga af konu sem virðist búa í stóru húsi fjarri mannabyggðum. Allavega þarf maðurinn hennar að ferðast með þyrlu til og frá húsinu, en þó virðist súpermarkaðurinn ekki svo fjarri - en það er kannski bara blákaldur veruleiki að súpermarkaður sé aldrei fjarri.