Beint í efni

Veröld Busters

Veröld Busters
Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1982
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Bjarne Reuter: Busters verden.

Úr Veröld Busters:

Buster var ekki alveg viss um hvort hann var með á nótunum, en hann hafði það þó af að loka augunum áður en bareflið kom eftur æðandi. Höggið kom á gervihandlegginn þar sem hann mætti öxlinni, og við höggið gekk handleggurinn niður um á að giska 20 sentimetra, þannig að hvít höndin sveiflaðist um hnésbæturnar. Þetta var óhugnanleg sjón. Buster var um það bil að hysja upp handlegginn þegar honum varð litið framan í Lars. Augun stóður á stilkum í höfðinu á Stóra-Lars og munnurinn var galopinn. Bareflið hafði runnið út úr höndunum á honum. Nú byrjaði neðri vörin að titra og síðan fóru ofsafengin skjálftaflog um líkamann. Buster gerði sér ljóst, að dálítið sársaukavæl hæfði stað og stund. Tók hann að veina eins og stunginn grís um leið og hann hörfaði undan.
En nú kom stelpan æðandi, og um leið og hún sá lafandi handlegginn og bareflið sem lá á malarstígnum, þá hrópaði hún yfir sig og byrjaði í örvæntingu að toga í Lars sem grúfði andlitið í höndum sér.
- Ég lamdi hann ekkert fast, vældi hann, þetta var ekkert fast...
Buster lét handlegginn síga ennþá um fáeina sentimetra. Áhrifin létu heldur ekki á sér standa. Stelpan tók á rás út í myrkrið æpandi og skrækjandi.
(s. 49)

Fleira eftir sama höfund

Hundheppinn

Lesa meira

Grettir

Lesa meira

Græna landið

Lesa meira

Vélarbilun í næturgalanum

Lesa meira

Fólkið í blokkinni

Lesa meira

Má ég eiga við þig orð : ljóð handa fólki sem aldrei les ljóð

Lesa meira

Gauragangur

Lesa meira