Úr bókinni:
Sonnetta um ástina
Manstu þegar við föðmuðumst í fyrsta sinni?
Ég féll í arma þína og vissi þá
að þennan heita faðm ég vildi fá
að finna lykja um mig meðan rynni
ævi mín og þín – og þó að spinni
þráðinn granna óljós vættur, á
ég drauminn um að dvelja þér lengi hjá
og dafna láta og vona að aldrei linni
þessari ást sem óvænt barði á dyr
okkar og bauð sig fram ef vildum ljá
hjörtu okkar henni um þessa stund
sem úthlutuð er okkur tveimur fyr
en ævidögum hallar og lokast brá.
Manstu er við héldum á hennar fund?
(25)