Beint í efni

Ég er kölluð Lilla

Ég er kölluð Lilla
Höfundur
Þórður Helgason
Útgefandi
Námsgagnastofnun
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Barnabækur


Myndir: Búi Kristjánsson 

Úr Ég er kölluð Lilla:

Afi var alveg ferlegur meðan við borðuðum. Hann sat með húfuna skakka á höfðinu með grænu flöskuna við hliðina á diskinum. Svo tók hann upp vasahnífinn sinn og náði sér í kjötbita af fatinu. Svo hélt hann á bitanum í hendinni og tálgaði af beininu. Hann stakk vasahnífnum í kartöflurnar og setti þær heilar upp í sig. Amma borðaði næstum ekkert. Einu sinni leit hún á afa og sagði: „Til hvers heldur þú að almáttugur Guð hafi gefið okkur gaffla?“
Afi taldi mjög ólíklegt að Guð hefði gefið okkur gafflana. Hann sagðist einmitt hafa heyrt að ljóti karlinn notaði gaffla. Svo sagði afi að Guð væri sennilega ekki til. Svo að allt endaði með því að amma og afi fóru að rífast um hvort væri til æðri máttur. Amma hélt með Guði.
Ég held að afi hafi ekkert meint með því að enginn Guð væri til. Hann hefur einmitt oft sagt að Gunnhildur amma væri hjá Guði „blessunin“.
Þegar afi var búinn að tálga vel af beininu braut hann það og fór að sjúga merginn úr. Ég hélt að afi gerði það nú bara í sveitinni. Mergurinn losnaði með háum hvelli. Amma kipptist við og sagði:
„Almáttugur, láttu þennan óþverra ekki hrökkva ofan í þig, maður.“
Afi sagði og leit á ömmu:
„Hver heldur þú að hafi gefið okkur mönnunum merginn í beininu, Þuríður mín?“ Svo tók afi líka beinið hennar ömmu og braut það og saug allan merginn úr því með háum smellum.

(s.53-56)

Fleira eftir sama höfund

Úr byrginu

Lesa meira

Vaxa með grasinu

Lesa meira

Hugtakarolla fyrir 10. bekk

Lesa meira

Áfram Óli : smásagnasafn fyrir grunnskóla

Lesa meira

Aftur að vori

Lesa meira

Tilbúinn undir tréverk

Lesa meira

Alþingi og harðindin 1881-1888

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Þórðarbókin - ljóðasafn

Lesa meira