Beint í efni

Aldaslóð

Aldaslóð
Höfundur
Björn Th. Björnsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Fræðibækur

Af bókarkápu:

Fáum höfundum er jafn lagið að fjalla um sögu myndlistar í senn ljóst og fræðilega og Birni Th. Björnssyni, enda hafa bækur hans notið einstakrar hylli lesenda. Aldaslóð er með svipuðu sniði og ein af fyrri bókum hans, Aldateikn, sem miklar vinsældir hlaut á sínum tíma. Í þessari bók rekur höfundur ýmsa þætti úr sögu myndlistarinnar með hliðsjón af því umhverfi og þeim tíðaranda sem verkin eru sprottin úr. Rætt er um almanakið ,,Gullnu stundirnar sem talið er eitt af perlum evrópskrar myndlistar við lok gotneska stílsins, hið fræga málverk ,,Arnolfini og brúður hans eftir Jan van Eyck, ógnvekjandi myndheim Hieronymusar Bosch í ,,Dauðasyndunum sjö, höggmyndir dagsstundanna eftir Michelangelo og barokkverkin ,,Dómur Parísar eftir Rubens, ,,Batseba eftir Rembrandt og ,,Mjólkurstúlkan etir Vermeer. Frá 19. öld kynnumst við tilurð tímamótaverks Géricaults, ,,Flekinn af Medúsa og hneykslunarhellu Manets, ,,Morgunverðurinn í skóginum. Stórverk Picassos, ,,Lífið frá 1903, rekur svo lestina.

Fleira eftir sama höfund

Thorvaldsen við Kóngsins nýjatorg

Lesa meira

Guðmundur Thorsteinsson: Muggur, ævi hans og list

Lesa meira

Høstskib

Lesa meira

Hraunfólkið

Lesa meira

Hlaðhamar

Lesa meira

Falsarinn

Lesa meira

Falskmøntneren

Lesa meira

Aldateikn

Lesa meira