Beint í efni

100 kvæði

100 kvæði
Höfundur
Þórarinn Eldjárn
Útgefandi
Gullbringa
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Bókin 100 kvæði er úrvalsbók kvæða Þórarins Eldjárns sem valin eru af Kristjáni Þórði Hrafnssyni.

Úr bókinni

Katanesdýrið

Mikla skrímsli kennt við Katanes,
kennslustund og tákn um þetta og hitt.
Þú birtist fólki í blöðum sem það les,
það blotnar ef það heyrir nafnið þitt.

Þér er kennt um allt sem illa fer,
ef aflinn bregst, ef lömbin eru rýr.
Það kann að virðast skrýtið en það er
ósköp gott að hafa svona dýr.

Því jafnt og þétt er kveðinn sami sónn,
menn sífra um illu handaverkin þín
en undir niðri er alltaf falskur tónn:
Þeir eru að fela glæpaverkin SÍN,

og allir sem á skrímslum kunna skil
skilja, dýr, að þú ert ekki til.

 

Fleira eftir sama höfund

The Blue Tower

Lesa meira

Afmælisrit : Davíð Oddsson fimmtugur 17. janúar 1998

Lesa meira

Grannmeti og átvextir

Lesa meira

Gleymmérei

Lesa meira

Gullregn úr ljóðum Þórarins Eldjárns

Lesa meira

Halastjarna

Lesa meira

Hjá fólkinu í landinu : ávörp og ræður úr forsetatíð 1968-1980

Lesa meira

Grettir : söngleikur

Lesa meira

Stafrófskver

Lesa meira