Úr Af ljóði ertu komin
Ísjakaskipstjórinn
Ljómandi sjón er ísjakinn teymdur,
frá Labrador suður úr, milli tveggja skipa.
En augu skipstjórans dvelja við aðra sýn
og skipstjórahjartað er ekki þar sem það slær –
heldur áfram í síðustu ferð
yfir langar öldur úr sandi –
þar leynast verkfæri úr steini,
minjar um manninn sem var.
Og tryggur hirðinginn bendir á þau og kennir.
Enn er hjartað í hafi, eyðimörkinni bundið,
náttsatð og eldi, sandrifi meðfram stjörnum.