Beint í efni

Alveg nóg

Alveg nóg
Höfundur
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Skáldsögur


Úr Alveg nóg:

Kjartan allur

Farþegar um borð í Laxfossi matast í öðrum matsal en áhöfnin.
Það er bara einn farþegi um borð auk mín og stelpnanna, fríður
og þóttafullur Breti. Hann er dökkhærður og rennilega vaxinn,
ótrúlega ungur miðað við að hann er fimm barna faðir. Hann var pantaður til Íslands til að setja upp sónartæki í Domus Medica.
Þess vegna kom hann með Laxfossi, ferðast um á vegum fyrir-
tækisins með mikið af tækjum í stórum bíl sem er niðri í skipi.
    Við tölum ekki mikið saman en hann fer strax að tala um
afkomu barna sinna í framtíðinni.
    „Þau verða klár eins og þú,“ segi ég, „ef þú bara trúir á þau,
ekki hafa áhyggjur.“ 
    Ég reyni að koma til skila þessu íslenska, hvernig við trúum
að við getum og getum þess vegna helling. En breskur einstak-
lingur hefur svo mikla smæð á tilfinningunni, finn ég, hefur í
sálinni fasta goggunarröð peninga, menntunar, atvinnuleysis og niðurlægingar. Hann meikaði það upp úr verkamannastétt af því
hann hafði sans fyrir tækjum, en hann sér ekki alveg hvernig
börnin hans fimm eiga að finna góða leið til fjár. Einkaskólar
fyrir fimm börn eru íþyngjandi tilhugsun. Hann er niðurdrep-
andi í hvert mál og magaveikur í ofanálag.
    Ég verð því fegin þegar við komum niður til kvöldverðar að s
já að hann er ekki mættur. Hann liggur í bælinu magaveikur.
Svo sit ég bara með rauðvínsglas í hendinni og dáist að
stelpunum mínum. Steina er frekar venjuleg, dökkhærð eins og
ég og alveg nógu fríð. Ég hef eiginlega látið hana sjá um sig sjálfa
síðan Lísa fæddist, hún hjálpar mikið með hana, hnoðast með
hana, passar hana og gengur henni í föðurstað. Lísa litla lýsir
upp borðsalinn í röndóttum síðum bol í ávaxtalitum, ég sé hana
bara núna þegar Bretinn er ekki og ég þarf ekki að stressa
mig á því að hún frekist yfir mannasiðamörkin, sítalandi og frek
á athygli og sullandi og borðandi með fingrunum eins og villi-
barn. Ég verð að halda mikið á henni hérna um borð, hún finnur
til öryggisleysis í skipinu, býst ég við, en hún er samt voða
ánægð, enda fær hún fangið á mér eins og hún vill, allan sólar-
hringinn.
    Frá því hún fæddist hef ég elskað mest á henni fætur og
hendur, blæs í iljarnar og legg þær við vangann, horfi á hend-
urnar opnast og lokast eins og drauminn meðan hún sefur. Elska
að þvæla í hnakkann á henni sjampói og sjá hárið leggjast eins
og ómótaða möguleika, frá hvirflinum, og krullast svo upp í
rauðleitar krullurnar þegar það þornar um þetta ótrúlega sæta
höfuð.

(s. 59-60)

Fleira eftir sama höfund

Höfuðskepnur : ástarbréfaþjónusta

Lesa meira

Horfinn heimur : Árið 1900 í nærmynd

Lesa meira

Júlía

Lesa meira

Loftnet klóra himin

Lesa meira

Síðari aldir

Lesa meira

20. öld

Lesa meira

Stúlka í turni

Lesa meira

Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga

Lesa meira

Miðaldir

Lesa meira