Beint í efni

Annarskonar sæla

Annarskonar sæla
Höfundur
Kristín Eiríksdóttir
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Ljóð


Úr Annarskonar sælu:



Á leiðinni hugsaði ég um tímann

tók tímann meðan ég hugsaði um tímann

settist í leðursófa og hugsaði um holdið

úthverfu þess og innhverfu

ég hugsaði um tímann og holdið

úthverfu og innhverfu

annarskonar sælu

hvernig



ég lá á ljósabekk

hugsaði um þurrkað höfuð á stjaka

um eldinn

hvernig hann étur

um sjálfa mig

ég ét

hugsaði um ást

hún étur

hugsaði um ástarsambönd

þau brenna

annarskonar sæla

hvernig



beið eftir sporvagninum

fann lykt af laufþykkni

hugsaði um sporlausa auðn

hvort hún hlykkist eða falli

hugsaði um fall

frjálst fall

fólk bundið í spotta með laki

hægt fall

hugsaði um stökk

annarskonar sæla

 



 


Fleira eftir sama höfund

tól

Tól

Kvikmyndagerðarkonan Villa Dúadóttir situr fyrir svörum á heimildamyndahátíð í Stokkhólmi en spurningarnar vefjast fyrir henni.
Lesa meira

Kjötbærinn

Lesa meira

Húðlit auðnin

Lesa meira

Í öðru landi

Lesa meira

Fáránlegt samtal við sjálfa mig

Lesa meira

Doris deyr

Lesa meira

Tvö ljóð

Lesa meira

Ljóð í Ást æða varps

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira