Bókin er númer sex í bókaflokki Nýhils sem ber heitið Norrænar bókmenntir.
Úr Húðlitaðri auðn:
Ég væti venjulega pappírsörk með kaffi svo hún verður
eins og aldagamalt fjárssjóðskort, dreg línur sem eiga að
lýsa landslagi séðu úr lofti en líkjast engu, þegar ég lyfti
kortinu til að ákveða hvar fjarsjóðurinn eigi að vera graf-
inn átta ég mig á, að ég hef dregið upp mjög nákvæma
innbrotsáætlun fyrir demantsþjóf. Ég heyri slátt þyrlu-
spaðanna í fjarska; veit að bráðum muntu lenda á tennis-
vellinum í þrívíðum jakkafötum með skjalatösku fulla af
búlgörskum spilapeningum. Ég flýti mér að setja inn-
brotsáætlunina ofaní skúffu, geng til móts við þig í þunn-
um flaksandi silkislopp með útbreidda arma. Fang mitt
er vænghaf; þú birtist með linan blautmat á plastbakka
og spyrð hvort ég sé svöng.
Á morgnana syndi ég í sundlauginni sem þú grófst mér,
svo geng ég um íbúðina í sundbol. Gólfið er úr marmara
hart. Handföngin hjarirnar skráargötin; allt úr skíragulli.
Þannig vildum við hafa það. Þú segir mér að í öllum búi
reptíll. Umhverfið byrjar að flæða. Þú hnykklar hryggj-
arlengjuna undarlegur á svip. Býður mér tequila, ég fæ
orminn. Við nuddum gotraufunum saman þartil slím
myndast og þyngdaraflið fer úr handleggjunum.