Beint í efni

Kjötbærinn

Kjötbærinn
Höfundur
Kristín Eiríksdóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Ljóð


Úr Kjötbænum:



Hljóðvillt skolhærð móða. Fer sjaldnast út, er oftast ein. Dansa skottís við standlampann, teikna myndir af Kalvin og mér og standlampanum, skýt smáfugla útum gluggann með haglaranum, borða Solgryn og Nutella hlusta á plötur skemmti draugum rústa einhverju fer með heimatilbúnar bænir froðufelli fæ heilablóðfall ligg dauð í smástund en átta mig svo á að ég er enn á lífi. Kalvin vinnur frá morgni til kvölds. Hann þarf að vera í appelsínugulum samfestingi með endurskinsmerkjum logsuðuhjálm og keðjusög uppá olíuborpalli í óveðri allan daginn og gæti allteins verið einhver annar. Það er sorglegt þar sem Kalvin vildi allra helst vera skærbleik elding á sólríkum degi sem syngur Anthrax lög og hættir aldrei.

(s. 15)



Kalvin er hættur að skilja hvenær ég tala um drauma og hvenær ég tala um það sem gerist á meðan hann er ekki heima, segir að ég tali í flækjubendu og að ég sé veruleikafirrt. Hann er hættur að koma beint heim úr vinnunni, ég er aftur farin að naga á mér hnén. Kjötbærinn er mér ætíð efst í huga ég velti því fyrir mér hvort þeir hafi fundið aðra eldsál, hvort þeir hafi ekki örugglega átt við mig. Síðan ég sá auglýsinguna hafa þeir ekki látið mig í friði, þeir vilja mér eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Ég skil ekki táknin þeirra.

(s. 25)


Fleira eftir sama höfund

tól

Tól

Kvikmyndagerðarkonan Villa Dúadóttir situr fyrir svörum á heimildamyndahátíð í Stokkhólmi en spurningarnar vefjast fyrir henni.
Lesa meira

Annarskonar sæla

Lesa meira

Húðlit auðnin

Lesa meira

Í öðru landi

Lesa meira

Fáránlegt samtal við sjálfa mig

Lesa meira

Doris deyr

Lesa meira

Tvö ljóð

Lesa meira

Ljóð í Ást æða varps

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira