Beint í efni

Aska

Aska
Höfundur
Yrsa Sigurðardóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Líkamsleifar finnast við uppgröft húss sem fór undir ösku í eldgosinu í Eyjum árið 1973. Grunsamlegt andlát konu í Reykjavík sumarið 2007. Og Þóra Guðmundsdóttir lögmaður, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Yrsu Sigurðardóttur, glímir við spurninguna: Hvernig tengjast þessi voðaverk?


Úr Ösku:

1. kafli / Mánudagur 9. júlí 2007

,,Varla er Markús að taka til í kjallaranum? Er ekki hæpið að draslið þar sé ástæða þess að hann vildi ekki að nokkur maður færi þangað niður á undan honum?

Þóra Guðmundsdóttir lögmaður brosti kurteisislega til Hjartar Friðrikssonar fornleifafræðings sem stóð við hlið hennar en svaraði engu. Þetta var farið að dragast úr hófi. Henni leið fráleitt vel þarna inni; brunalykt og öskukeimur ertu bæði augu og nef og hún óttaðist að þakið hryndi á hverri stundu. Á leið þeirra í gegnum húsið að kjallaradyrunum höfðu þremenningarnir orðið að krækja framhjá risastórri öskuhrúgu á stórmunstruðu teppinu þar sem þakið hafði gefið sig en við þá sjón hafði Þóra fært teygjuna á hjálminum undir hökuna svo tryggt yrði að hann færi ekki neitt. Hún tvísté og leit vandræðaleg á klukkuna. Óljós dynkur barst neðan úr kjallara. Hvað gekk eiginlega að manninum? Markús hafði sagst þufa örskamma stund en hvorki hún né fornleifafræðingurinn vissu hvernig hann skilgreindi þau óræðu tímamörk. ,,Hann hlýtur að fara að birtast, sagði hún án mikillar sannfæringar og starði á skældar dyrnar í von um að þeim yrði hrundið upp og þessu færi að ljúka. Hún skáskaut svo augunum ósjálfrátt að loftinu, viðbúin að stökkva af stað ef það gerði sig líklegt til að ráðast á þau.

,,Hafðu engar áhyggjur, sagði Hjörtur og benti upp fyrir sig. ,,Ef þakið ætlaði í sundur væri það löngu farið. Hann dæsti og strauk órakaða hökuna. ,,Veistu hvað hann er að gera þarna?

Þóra neitaði því og hafði engan sérstakan áhuga á að ræða fyrirætlanir skjólstæðings síns við óviðkomandi.

,,Hann hlýtur að hafa gefið eitthvað í skyn. Við erum mikið búin að velta þessu fyrir okkur. Hjörtur leit á Þóru. ,,Ég held að þetta tengist eitthvað klámi. Og við erum reyndar öll á því.

Þóra yppti öxlum. Vissulega hafði henni líka flogið það í hug. Hún hafði að vísu ekki nógu frjótt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvað gæti verið svo vandræðlegt eða ömurlegt að það mætti ekki koma fyrir augu ókunnugra. Stuttmynd um bólfarir húsráðenda? Varla. Fæstir áttu kvikmyndavélar á árunum upp úr 1970 og hæpið að filmurnar sem þá voru notaðar hefðu lifað af þau ragnarök sem dunið höfðu yfir. Auk þess hafði Markús Magnússon, sem nú var niðrí í kjallaranum, einungis verið fimmtán ára þegar húsið hvarf undir hraun og ösku og því tæpast til stórræðanna í þeim efnum. Engu að síður var eitthvað þarna niðri sem olli því að hann vildi tryggja að hann færi þangað fyrstur. Þóradæsti. Hvernig stóð á því að hún lenti aftur og aftur í svona fuglum? Hún þekkti engan lögfræðing sem fékk annað eins af skrýtnum málum og skjólstæðingum. Hún einsetti sér að spyrja Markús hvað hefði valdið því að hann hringdi á litlu lögmannsstofuna hennar í stað einhverrar af stærri stofunum þegar hann ákvað að krefjast þess að sett yrði lögbann á uppgröftinn. Ef hann kæmi þá aftur up úr kjallaranum. Hún bar kragann á peysunni upp að vitum sér og prófaði að anda í gegnum hann. Það var aðeins skárra. Hjörtur brosti að aðförum hennar.

,,Þetta venst, get ég sagt þér, sagði hann. ,,Ég vona reyndar að til þess komi ekki í þínu tilviki. Það tekur nefnilega nokkra daga.

(11-2).

Fleira eftir sama höfund

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Ultimes rituels

Lesa meira

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Þar lágu Danir í því

Lesa meira

Kolmas Märk

Lesa meira

Cinza e Poeira

Lesa meira