Beint í efni

Ást og frelsi

Ást og frelsi
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Höfundur
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Gefin út í 80 árituðum og tölusettum eintökum.

Úr Ást og frelsi

Sonnetta

Æ brotnar alda hafs og hefst á ný
sem himnar taka litaskiptum ótt.
Í dögun þíðir drífu sólin hlý,
að degi loknum kemur aftur nótt.

Víst fellir tími á heim manns hinstu stund,
manns hugsun verk er líf er stund, ei meir.
Allt breytist, ljóð mitt lifir skamma geymd
en líður síðan marklaust burt og deyr.

Sem heimur æ fær hinstu rökum breytt
er hlutur minn að hverfa af brautu hans.
Og þó mun líf mitt alltaf geyma eitt
sem á við breytni tíma, lífs og manns.

Ég lifði að elskast andartak með þér
svo eilífðin mun aldrei hverfa mér.

Fleira eftir sama höfund

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Radíó Selfoss

Lesa meira

Gleðileikurinn djöfullegi

Lesa meira

Fljótandi heimur

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira

Min mors sidste dage

Lesa meira