Úr Fljótandi heimi:
BAYWATCH, JOHNNIE WALKER, MARTIN LUTHER KING
Sljór af Uppljómunum Stelpunnar á Fylgihlutaverkstæðinu lyppaðist ég niður í útkima hvelfingarinnar. Töflurnar halda Verkamönnunum í fjarlægð, en þær hafa losandi áhrif á þvagblöðruna. Þykkara en ég á að venjast skila ég þvaginu af mér í klósett skammt frá ganginum og geng aftur út í salinn. Til Verkamannanna sést nú hvergi, fremur en þeir hafi nokkru sinni látið á sér kræla.
Í einhverja klukkutíma rölti ég stefnulaust um hvelfingu Bókasafnsins á milli þess sem ég tyllti mér og las. Í þremur litlum klefum í hliðarálmu út frá aðalsalnum voru lítil sjónvörp þar sem gestum safnsins bauðst að velja sér myndefni. Ég fletti gegnum stöðvarnar en fann ekkert sem ég hafði sérstakan áhuga á. Á endanum sættist ég á Baywatch og horfði á tvo þætti í röð. Síðan stóð ég up og hélt áfram ferð minni um safnið.
Í suðurálmunni kom ég að fallega útskorinni hurð úr einhvers konar harðviði; ég giskaði á eik, jafnvel hlyn. Myndin sem hafði verið skorin út í viðinn var af Jack Daniel, viskíframleiðanda, en fyrir neðan hana var áletrunin: ,,Vegir Drykkjaþýðandans eru vandrataðir, vegir hins drukkna eru gleiðir. Ég bankaði á hurðina og beið eftir svari. Að lokum var kallað innan úr herberginu og ég reið á vaðið.
(136-7)