Beint í efni

Byltingarbörn

Byltingarbörn
Höfundur
Björn Th. Björnsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Skáldsögur

Úr Byltingarbörnum:

Rangalar, gangar og göng

Húsakynnin á Skálholtsstað eru villugjarnt völundarhús. Enda þótt meginhúsin raði sér frá vestri til austurs meðfram hlaðinu, frá Biskupsstofu og Biskupsbaðstofu, um Gestahús, en Skólaskálann og sjálfan skólann austast, er það ekki bein braut innanhúss, heldur brotin af göngum. Þegar piltar voru sendir vestur til lókátans í Fremristofu, höfðu þeir oft á orði að eilífðin gæti fjandakornið ekki verið jafn löng og göngin hér á þessum Skálholtsstað. Enn reyndi á göngu og ratvísi ef menn áttu erindi við suðurhúsin, Barnhúsið, Gömlu borðstofu, Stórabúr, Vinnukvennabaðstofu eða Vinnusveinaskála. Þangað út lágu ógnarlöng göng sem hétu enda Langigangur og var ekki sem hallkvæmastur skófatnaði manna í löngum votviðrum.
 Enn var þar fyrir sunnan kraðak af allskonar húsum, og ekki var svo aumur kofi eða afhýsi, að það héti ekki sínu nafni. Af þessu sama var það, að vildi einhver draga sig í nokkurt leyndarskjól, var honum hægur hjá, og þeim mun fremur sem sá hinn sami átti eitthvað undir sér.

(s. 14)

Fleira eftir sama höfund

Norræn málaralist: Expressionisminn ryður sér braut

Lesa meira

Brotasaga

Lesa meira

Brotasilfur

Lesa meira

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I

Lesa meira

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, II

Lesa meira

Íslenzka teiknibókin í Árnasafni

Lesa meira

Íslenzkt gullsmíði

Lesa meira

Aldaslóð

Lesa meira

Aldateikn

Lesa meira