Beint í efni

Dimmumót

Dimmumót
Höfundur
Steinunn Sigurðardóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Steinunn Sigurðardóttir er eitt af höfuðskáldum okkar og hefur alla tíð verið í beinu og brýnu samtali við líðandi stund í skáldskap sínum og skrifum.

Dimmumót er tíunda ljóðabók hennar. Árið 2019 fagnar Steinunn Sigurðardóttir hálfrar aldar höfundarafmæli en fyrsta bók hennar, Sífellur, kom út 1969, þegar hún var aðeins nítján ára. Steinunn hefur sent frá sér jöfnum höndum skáldsögur og ljóð. Hún hefur einnig samið leikverk, smásögur og tvær sannsögur, um Vigdísi Finnbogadóttur og Heiðu fjalldalabónda.

Úr Dimmumótum
 

Raddir úr Vatna-jökla-sveitum
 

Ég dregst að þessari fegurð.

Fimmtíu kílóa ung, lóðsar göngufólk.

Uppeldissystir jöklanna.

Það er heiður að búa nálægt, fá að labba á þeim.
Lotning.

Mér þykir vænt um þá, þeir voru landslagið okkar út um gluggann.

Því jökullinn er ekki einn hann er margir.

Lifandi lífverur, sko þann sem skríður niðreftir dalnum.

-

Skriðdýrið jökull

og

elfarnar undir ísnum, inni í ísnum, eins og æðakerfi í risabúk.

-

Að sjá hann bakka, hinn volduga, kraftmikla.

Sorglegt að sjá á eftir honum.

Óafturkræft skref fyrir skref fyrir skref.

Og hverjir eru þá okkar kraftar? Okkar peðanna?

- - - - -

Ægifegurð jökulsins. Hvenær fóru menn að tala um hana?

Sem barni var mér kennt að jökullinn væri skelfilegur. Fólkið
mitt hræddist hann og það var öskrað á börnin ef við hættum
okkur nálægt honum.

Slík ógn var jökull að fegurðarsýnin hvarf.

Sá var að leggja undir sig lönd þegar afi minn og amma voru
að alast upp. Þau hrökkluðust frá Odda á Mýrum undan
Heinabergsvötnum.

Flóð á hverju ári lögðu Vesturmýrar í eyði. Og Einholt var
umflotið.

Nú er það nýtt fyrir mér að Vatnajökull sé að bráðna svo skarpt.

Það er svo óraunverulegt að ég sé það varla fyrir mér. Þó sé ég
Breiðamerkurjökul og Fláajökul hopa og lækka svo hratt að með
ólíkindum er. Og Veðurárdalur jöklalaus að verða.

En bráðnunin er ekki til umræðu í sveitinni. Kannski í engri sveit.

 

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Moord liederen

Lesa meira

Liebe auf den ersten Blick

Lesa meira

Poesia 136

Lesa meira

Amour de l'Islande

Lesa meira

Ljóð í Poésie islandaise contemporaine

Lesa meira

The Thief of Time

Lesa meira

Ástarljóð af landi

Lesa meira