Af bókarkápu:
Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi hefur lifað langa og viðburðaríka ævi. Ungur ritstjóri eigin blaðs á hernámsárunum lenti hann í ónáð hjá Bretum vegna skrifa sinna, var dæmdur fyrir landráð og sat í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í þrjátíu daga. Þetta er ótrúleg saga en sönn. Valdimar er Svarfdælingur og ólst upp við fátækt og einangrun íslenska bændasamfélagsins. Þrátt fyrir berklaveiki tókst honum að brjótast til mennta; hann var kennari og blaðamaður um skeið, en haslaði sér síðan völl sem bókaútgefandi. Andúð hans á her og vopnuðu valdi endurspeglast í stofnun og störfum Þjóðvarnarflokks Íslands, en hann var fyrsti formaður hans.