Úr Einu vori enn:
1
Er kominn í lífi mínu
vetur og vafanum háð
hvort vorar aftur?
Ég kúri undir sjúkrasæng
vængbrotinn farfugl
á haustdögum
og snævi þakið vonarland
fyrir utan gluggann
Yfirgef mig ekki
ákafa þrá
himinhrópandi löngun
til að lifa
eitt vor enn
eitt vor enn
(7)