Beint í efni

Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna

Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna
Höfundur
Guðrún Helgadóttir
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1980
Flokkur
Barnabækur

Iðunn 1980, 1991 með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn. Vaka Helgafell 1997 með myndum eftir Þóru Sigurðardóttur.

Bókin er þriðja bókin í þríleik um tvíburana og fjölskyldu þeirra. Hinar tvær eru Jón Oddur og Jón Bjarni (1974) og Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (1975).

Úr Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna:

Við morgunverðarborðið var rætt um aðgerðina á auga Jóns Bjarna. En þar með var ekki lokið læknisfræðilegum umræðum í fjölskyldunni þennan dag. Það var Soffía sem sá um það.
Það verður að gelda köttinn, sagði hún ákveðin.
Gera hvað? spurðu bræðurnir báðir í einu.
Það verður að gelda hann, sagði Soffía aftur. Annars fer hann einn góðan veðurdag og kemur ekki aftur.
Hvernig gelda hann? spurði Jón Bjarni eftir stundarþögn.
Pabbi sagði að líklega væri þetta rétt hjá Soffíu. Svo útskýrði hann fyrir strákunum að það væri miklu erfiðara að hafa dýr í borgum en úti í sveitinni. Þar gerði minna til þó að kettir flæktust um, því að þeir rötuðu alltaf heim aftur. Í borginni væru hins vegar hættur á hverju leiti, margir þeirra færu undir bíla og oft yrði lögreglan að fjarlægja flækingsketti.
Af hverju er hann farinn að flækjast svona mikið? spurði Jón Oddur. Hann sem var alltaf svo rólegur.
Jú, ég var ekki kominn svo langt, sagði pabbi. Nú er Jón Sófus orðinn hálffullorðinn, og þá fer hann að langa til að hitta kisur úti í bæ. Þá er sagt að kettir séu breima. Þess vegna er hann svona órólegur og sækist í sífellu eftir að komast út. Þegar þið verðið eldri, fer ykkur að langa til að vera með stelpum úti í bæ.
Bræðrunum þótti þetta stórmerkilegt.
Það er náttúrlega þetta sem er að Simba, sagði Jón Bjarni loks, þegar hann hafði hugsað um stund. Þess vegna er hann aldrei heima hjá sér og hangir alltaf yfir Önnu Jónu.
En þetta hefði hann ekki átt að segja.
Anna Jóna æpti upp, rak honum bylmingskinnhest og þaut út úr eldhúsinu.
Þið eruð óþolandi, æpti hún og þaut inn í baðherbergið og skellti á eftir sér.
Jón Bjarni hágrét.
Eins og það sé mér að kenna þó að Simbi sé ... hérna hvað heitir það .....
.... breima, sagði Jón Oddur.

(s. 11 -12)

Fleira eftir sama höfund

I Troll Islandesi

Lesa meira

Islandi trollilugu

Lesa meira

Ekkert að marka!

Lesa meira

Ekkert að þakka!

Lesa meira

Flumbra : an Icelandic Folktale

Lesa meira

Flumbra: en islandsk troldemor

Lesa meira

Í abbasa húsi

Lesa meira

Í afahúsi

Lesa meira

Jon Egil og Jon Bjarne

Lesa meira