Halldór Baldursson myndskreytti.
Forsetinn vonar samt að hann verði ekki látinn
syngja einsöng í krýningarveislunni eins og hann
þurfti alltaf að gera á kvöldvökunni í sumarbúðunum.
Og það var ekki vegna þess að forsetinn gæti
sungið svona vel. Nei, það var bara vegna þess að
hann kunni allar vísurnar í „Nú liggur vel á mér“,
laginu um hana Stínu sem var lítil stúlka í sveit.
Forsetinn varð alltaf svo ógurlega feiminn þegar
hann söng. Það var nú samt gaman í sumarbúðum
og forsetinn finnur tilhlökkunina
kitla sig allan eins og fjöður.
Nú birtist glaðleg kona með
langan lista í höndunum. „Góðan
daginn!“ hrópar hún.
„Ég heiti Hanna og ég
er hirðmeistarinn hér í
höllinni. Nú ætla ég að
segja ykkur með hverjum
þið verðið í herbergi.“
Hanna hirðmeistari
reynir að kæfa geispa og
fyrir vikið lítur hún út fyrir
að vera með sprellfjörugan gullfisk
uppi í sér. Þegar hún hefur náð
aftur stjórn á andlitinu á
sér þylur hún upp
hátt og snjallt: „Drottningin í Hollandi og drottningin
í Svíþjóð!“
(s. 14-15)