Beint í efni

Fyrir kvölddyrum

Fyrir kvölddyrum
Höfundur
Hannes Pétursson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ljóð

Úr Fyrir kvölddyrum:

Birtan er ekki beinlínis annarleg, þó
egghvöss
svo einkennilegt sem það virðist
því aprílskin er að baki.

En með því að okkur veittist heimild
til að halda kyrru fyrir í ró
á þessum garðbekkjum
og hjá þessum litverpu trjám

þennan dag, unz sól
sígur að fjöllum

--------------

Flest er það í brotum
sem við berum okkur í munn.

Lokum nú augum
eitt andartak.

Hvílumst. Hlustum ef við getum
á lífið -
hina löngu hugsun.

þá skulum við förunautar
fagna þeirri bóngæzku
og skiptast eins og stundum endranær
á stökum spurningum
og fleiru
sem falla kann til, ef að vanda lætur.

Notalegt verður að strjúka samtímis
silfurhvítt skegg
í saltri hafátt.

Fleira eftir sama höfund

Innlönd

Lesa meira

Eldhylur

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Birtubrigði daganna : lausablöð

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Treasures of Icelandic Verse

Lesa meira

Skemmtiskokk: úr Og dagar líða

Lesa meira

Á faraldsfæti: dagbókarblöð

Lesa meira

Jarðlag í tímanum

Lesa meira