Um bókina
Hvað er hamingja? Þegar stórt er spurt er stundum fátt um svör. Margir vilja þó meina að hamingjan felist í hinu hversdagslega og venjubundna í lífinu: rigningunni, vorkomunni, öllu því sem lífið færir okkur. Við getum ákvarðað líðan okkar með því að taka af æðruleysi og þakklæti á móti því sem lífið gefur, því að þegar öllu er á botninn hvolft felst hamingjan kannski í því að vilja það sem maður fær.
Didda Jónsdóttir hefur áður sent frá sér ljóðabókina Lastafans og lausar skrúfur (1995), skáldsöguna Ertu (1997) og hetjusöguna Gullið í höfðinu (1999). Ljóð og greinar eftir Diddu hafa birst í ýmsum tímaritum. Didda hefur einnig samið texta fyrir ýmsar hljómsveitir. Sá þekktasti er eflaust textinn við lagið „Ó, Reykjavík, ó, Reykjavík“ sem hljómsveitin Vonbrigði flutti.
Úr bókinni