Beint í efni

Lastafans og lausar skrúfur

Lastafans og lausar skrúfur
Höfundur
Didda
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Ljóð

Úr Lastafansi og lausum skrúfum:

Augnablik

Ég veit ekki hverig ég á að lýsa þessu, en einu sinni stóð ég við bar í gallapilsinu mínu (og það sneri rétt) á meðan söngkonan í Pretenders keypti sér drykk, en ég fékk mér Guinness og wiský og lét sem ég sæi hana ekki, og svo hitti ég Íra sem átti dóp og við dópuðum og svo á meðan blökkumaðurinn í Elvis-búningnum spilaði sinn blús þá var ég komin með höndina ofan í buxurnar hjá Íranum og svo sagði hinn blakki Elvis: “Dömur mínar og herrar, bjóðum velkominn, vin okkar . . . Eric Clapton!”
 Og Eric kom og spilaði á gítarinn og ég stóð þarna fyrir framan hann í öfugu gallapilsi með djont í vinstri og írskan tittling í hægri fyrir aftan bak og við ... horfðumst í augu.

Móðurlandið

Undir himninum
liggur steinrunnin
fjallkona smáríkis
með stóra borinn
hans föður okkar
á kafi í sér.

Enginn

Það væri hræðilegt
ef einhver ruglaðist
á sér og mér.
Þess vegna passa ég
að ég sé einstök.
Enginn hefur svona
eyru.
Enginn, nákvæmlega enginn
hefur svona ör
á innra læri
vinstra megin
eftir vírgirðingu
í London
daginn sem fellibylurinn
gekk yfir og ég
og sá sem ég hitti á “Dolphin”
(sem ég vissi aldrei hvað hét)
brutumst inn í hjólhýsi
frænda hans til þess
að fá okkur að ríða
á meðan litli reiði
hundurinn lá urrandi
undir borðinu.
Enginn.

Fleira eftir sama höfund

Dagbók ; Didda

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira
hamingja

Hamingja

Hamingja er ... stigagangur / morgunstund / sigling á silfruðum öldum / sönn saga
Lesa meira

Die Farben unserer Visagen im Winter 1 Gedichte & 2 Texte

Lesa meira

Ljóð í The Other Side of Landscape

Lesa meira

Gullið í höfðinu : hetjusaga

Lesa meira