Beint í efni

Hanna María

Hanna María
Höfundur
Magnea frá Kleifum
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1966
Flokkur
Barnabækur

Úr Hönna María:

Manstu eftir henni Hörpu litlu, Neró?
 Þetta fannst Neró hálfkjánaleg spurning. Hvernig ætti hann að vera búinn að gleyma henni Hörpu litlu, beztu vinkonu og leikfélaga þeirra. Hann mundi meir að segja vel daginn þann, sem hún fæddist. Það var á sumardaginn fyrsta. Það hafði verið ósköp kalt þann dag, og öllu fé var smalað í hús. Hann sjálfur og Hanna höfðu verið að hjálpa til við féð allan daginn. Undir kvöld höfðu þau fundið Hörpu litlu nýfædda inn undir Hreggnasanum. Mamma hennar vildi ekki sjá hana og var komin heim í hús, en skildi barnið sitt aleitt eftir úti í kuldanum. Hinrik sagði að þau væru oft svona heimsk þessi gemlingsgrey!
 Hallfríður tók svo lambið í fóstur, þegar vonlaust var að móðirin vildi sinna því. Hún hafði gimbrina fyrst inni í eldhúsi og lánaði henni kassagarm til að liggja í. Svo stækkaði Harpa óðum (nafnið hafði afi gefið henni) og varð fjörug og forvitin með nefið niðri í öllu. Þá varð hún að vera úti á daginn og sofa frammi í hlöðu á nóttunni.
 Fyrst í stað leiddist Hörpu litlu í hlöðunni og jarmaði hátt og mikið. Þá fór Neró að leggja í vana sinn að heimsækja hana á kvöldin og sofa heima í hlöðu, og þá var Harpa litla róleg. Helzt hefði Hanna María viljað sofa hjá þeim, en það fékk hún auðvitað ekki.
 
(s. 13-14)

Fleira eftir sama höfund

Tobías og Tinna

Lesa meira

Tobías og vinir hans

Lesa meira

Tobías trítillinn minn

Lesa meira

Tobías, Tinna og Axel

Lesa meira

Sossa sönn hetja

Lesa meira

Hanna María

Lesa meira

Hanna María og leyndarmálið

Lesa meira

Hanna María og Viktor verða vinir

Lesa meira

Hanna María og villingarnir

Lesa meira