Beint í efni

Hlustum frekar lágt

Hlustum frekar lágt
Höfundur
Þórarinn Eldjárn
Útgefandi
Gullbringa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Þrjátíu og tvö áður óbirt háttbundin ljóð. Flest þeirra tvöföld eða þreföld í roðinu, þannig að í raun fylla þau næstum hundraðið. Hér er meðal annars fjallað um grímur og hornsíli, útfjólur og íslensku kerlinguna, fálka í fjósi og trójuhesta, hraðamet snigils og gildi þess að hlusta lágt, hjólbörur með vængi, tímareim sem fer og guð í augnhæðum.

Úr bókinni

Lífið skipti um leturgerð
lagt var upp í nýja ferð.

Tók því ekki að tralla í kór
tímareim í sumum fór.

Lækkaði skálda litaraft 
lagðist á þau tunguhaft.

Reyndu að teygja tungubrodd 
tálgaðan í beittan odd.

Náðu ekki upp í nef sér og  
niður skáru flest við trog.

Fjölyrðum ekki né höfum hátt 
hlustum frekar lágt.

(s.19)

Fleira eftir sama höfund

The Blue Tower

Lesa meira

Afmælisrit : Davíð Oddsson fimmtugur 17. janúar 1998

Lesa meira

Grannmeti og átvextir

Lesa meira

Gleymmérei

Lesa meira

Gullregn úr ljóðum Þórarins Eldjárns

Lesa meira

Halastjarna

Lesa meira

Hjá fólkinu í landinu : ávörp og ræður úr forsetatíð 1968-1980

Lesa meira

Grettir : söngleikur

Lesa meira

Stafrófskver

Lesa meira