Um bókina
Þrjátíu og tvö áður óbirt háttbundin ljóð. Flest þeirra tvöföld eða þreföld í roðinu, þannig að í raun fylla þau næstum hundraðið. Hér er meðal annars fjallað um grímur og hornsíli, útfjólur og íslensku kerlinguna, fálka í fjósi og trójuhesta, hraðamet snigils og gildi þess að hlusta lágt, hjólbörur með vængi, tímareim sem fer og guð í augnhæðum.
Úr bókinni
Lífið skipti um leturgerð
lagt var upp í nýja ferð.
Tók því ekki að tralla í kór
tímareim í sumum fór.
Lækkaði skálda litaraft
lagðist á þau tunguhaft.
Reyndu að teygja tungubrodd
tálgaðan í beittan odd.
Náðu ekki upp í nef sér og
niður skáru flest við trog.
Fjölyrðum ekki né höfum hátt
hlustum frekar lágt.
(s.19)