Úr Hugsanabókinni:
Stundum er sagt öðrum til lasts að það vanti í þá ekki nokkrar blaðsíður heldur heilu kaflana. Það er skárra en ef mörgum síðum og heilum köflum væri ofaukið í höfði þeirra svo þeir kæmu fram við aðra eins og doðrantar við bæklinga. Skáldið vinnur úr þögninni. Þannig hljómar þvættingur um skáldskap.