Beint í efni

Jarlhettur: Sagan um Þórurnar tvær á Þingvelli

Jarlhettur: Sagan um Þórurnar tvær á Þingvelli
Höfundur
Björn Th. Björnsson
Útgefandi
Skrudda
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Skáldsögur


Af bókarkápu:Sagan um Þórurnar tvær hefur löngum verið vinsæl til upprifjunar í Þingvallaferðum og er þá oft spurt: Réðust örlög þeirra af því hvernig þær sváfu saman í rúmi sínu?

Systurnar hétu báðar Þóra, í höfuðið á móðurömmu sinni, Þóru Magnúsdóttur Noregskonungs. En þrátt fyrir slíka ættgöfgi var ævi þeirra áfallasöm í gleði með þungum þrautum og upphefð þeirra nánustu varð þeim nístandi sár.Bók þessi er sú síðasta sem Björn Th. Björnsson vann að. Hann hafði nýlega lokið við handritið þegar hann lést þann 25. ágúst 2007.Úr Jarlhettum:KárínurÞegar þau gengu inn í anddyrið lét hún Þorvald setjast en opnaði dyrnar upp á gátt svo hún sæi til, kraup síðan hjá mani sínum og reyndi að losa hann við opnu tágaskóna. Fætur hans voru ískaldir og rauðbólgnir, blóðrisa yfir um tærnar og ofanverða hæla, þar sem ísaðar tágarnar höfðu sært hann.– En Gizur okkar, Þorvaldur? Hví komstu ekki með drenginn með þér hingað heim?– Á því voru engin tök. Hákon konungur situr í Túnsbergi og Gizur er þar skutilsveinn, já ungsveinn og gengur konungi til handa, sem hefur hann í miklu eftirlæti, sem og öll hirðin, en skipið sem ætlaði að flytja mig til Íslands lá seglbúið í Niðarósi. Nei, á því voru engin tök.Þóra brá sér fram í búr og drap með fingri dálitlu smjöri í lófana, fór aftur fram og tók til við að nugga fætur hans með þessu guðs hreina balsami.– Erkibiskupinn skriftaði mér sjálfur í dómkirkjunni og þá fékk ég færi á því að segja honum af kanokavígslu minni, að þá hefði ég verið kvæntur maður og átt son við konu minni. Því svaraði biskup að það hefði verið með öllu löglaust eftir statútum Ágústínusarklaustra, því fyrst hefði ábótinn átt að leysa mig frá hjúskapnum. „En göfugi Íslendingur, fórstu aftur til hennar?“ spurði hann. „Já, herra,“ svaraði ég. „Þá ertu stórsyndugur maður,“ sagði hann, „og skyldan býður mér að leggja á þig þungar kárínur, aflátsþrautir.“– Hin fyrsta, Þóra mín, var sú, að ég mætti ekki fara með neitt skotsilfur, heldur yrði ég að beiðast matar og skjóls þar sem ég kæmi. Síðan var önnur og miklu þyngri: „Þegar þú kemur til Íslands og stígur af skipsfjöl, verður þú að ganga berfættur til þíns heima.“ Ég hafði séð að berfættu munkarnir gengu ekki nöktum fótum á jörðinni, heldur berfættir í opnum og fléttuðum skóm. Með góðra manna hjálp varð ég mér úti um eina slíka, þessa hér, en sára og grófgerða eins og þú sérð. Það var erfið ganga neðan af Eyrum, en fyrir bragðið er ég nú loks frjáls maður, Þóra mín elskanleg, laus af kanokaeiðnum og loksins kominn heim til þín. Gizur kemur þegar Hákon konungur vill og með hans umsjá.– Þetta eru erfið tíðindi, en góð, Þorvaldur minn. Síðan brá hún á léttari róm og spurði í kerskni:– Og hvort viltu nú heldur, Þorvaldur bóndi, hvíla við stokk eða þili?(61-3)


Fleira eftir sama höfund

Norræn málaralist: Expressionisminn ryður sér braut

Lesa meira

Brotasaga

Lesa meira

Brotasilfur

Lesa meira

Byltingarbörn

Lesa meira

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I

Lesa meira

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, II

Lesa meira

Íslenzka teiknibókin í Árnasafni

Lesa meira

Íslenzkt gullsmíði

Lesa meira

Aldaslóð

Lesa meira