Beint í efni

Kvæði 90

Kvæði 90
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Ljóð

Úr Kvæðum 90:

Smyrillinn

Smyrillinn er hvás og hviss loftsins
við eyra þér, Sesselja, seinboðinn
gestur við borð þitt, ekkert

2
fær náð banvænum hlustum hans fremur
en skoppandi morðvissri byssukúlu
þegar hann er í veiðihug

3
þegar hann sezt birtist lítill hnoðri
í smekklegum litum blár bleikrauðgulur
kyrrlátari en nokkur gestur í mat

4
og engan veginn frábitinn samneyti
ef þú sjálf ert hógvær og lítillát
kíkí kíkí, kíkí kíkí.

(s. 15)

Fleira eftir sama höfund

Hvað eru jákvæðar bókmenntir?

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu 1958

Lesa meira

Áleitnasta viðfangsefni samtímans: Kristján Albertsson: Hönd dauðans

Lesa meira

Fáein orð um vandkvæði íslenzkra gagnrýnenda

Lesa meira

Hinir 30 silfurpeningar: Kristján Bender: Hinn fordæmdi

Lesa meira

Formálsorð

Lesa meira

Formáli

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu

Lesa meira

Glæparit

Lesa meira