Beint í efni

Kvæði 90

Kvæði 90
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Ljóð

Úr Kvæðum 90:

Smyrillinn

Smyrillinn er hvás og hviss loftsins
við eyra þér, Sesselja, seinboðinn
gestur við borð þitt, ekkert

2
fær náð banvænum hlustum hans fremur
en skoppandi morðvissri byssukúlu
þegar hann er í veiðihug

3
þegar hann sezt birtist lítill hnoðri
í smekklegum litum blár bleikrauðgulur
kyrrlátari en nokkur gestur í mat

4
og engan veginn frábitinn samneyti
ef þú sjálf ert hógvær og lítillát
kíkí kíkí, kíkí kíkí.

(s. 15)

Fleira eftir sama höfund

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira

Ehrengard

Lesa meira

Voices from Across the Water

Lesa meira

New York

Lesa meira

Rós til Emilíu

Lesa meira

Ofurskipulagning

Lesa meira

Rússland undir hamri og sigð

Lesa meira

Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Sögur

Lesa meira