Beint í efni

Kýrin sem hvarf

Kýrin sem hvarf
Höfundur
Þorgrímur Þráinsson
Útgefandi
Æskan
Staður
Reykjavík
Ár
2000
Flokkur
Barnabækur

Þórarinn F. Gylfason myndskreytti.

Úr Kýrinni sem hvarf:

Daginn eftir að afi sagði að Skrauta gæti borið á hverri stundu, átti sér stað atvik sem við Lind munum aldrei gleyma. Við lögðum af stað síðla dags til sækja kýrnar og sveifluðum fjósaprikunum eða köstuðum þeim eins og spjótum. Prikin komu sér vel þegar reka þurfti kýrnar hratt og örugglega inn í fjós og hrossaflugurnar létu mig nánast alveg í friði þegar ég sveiflaði fjósaprikinu. Kýrnar litu upp þegar við nálguðumst þær úti í haga og lölluðu síðan til móts við okkur. Þær vissu mætavel að mjaltir væru í aðsigi. Við töldum þær í fljótheitum en þegar Lind sagði að eina vantaði krossbrá mér. „Það vantar Skrautu,“ sagði Lind og skimaði í allar áttir. „Ertu viss?“ spurði ég og hljóp í kringum kúahópinn. Við stóðum ráðþrota um stund og litum hvort á annað. Lind sagði Köru að finna Skrautu en tíkin sperrti bara eyrun og hallaði hausnum. Hún vildi fljúgast á. „Skrauta er týnd, Kara,“ sagði Lind og benti út í buskann. „Finndu Skrautu.“ Kara stökk af stað en hélt augljóslega að Lind ætlaði að leika við sig því hún kom strax til baka. Við ákváðum að reka kýrnar heim en Lind sagði að Skrauta hefði líklega viljað eignast kálfinn í ró og næði. Ég kinkaði kolli með kökkinn í hálsinum.

(s. 15-16)

Fleira eftir sama höfund

Hjálp, Keikó! Hjálp!

Lesa meira

Hlæjandi refur: sagan um Úlfhildi og indíánastrákinn sem flúði til Íslands

Lesa meira

Spor í myrkri

Lesa meira

Amó Amas

Lesa meira

Þriðji ísbjörninn

Lesa meira

Fjögur í rusli

Lesa meira

Ertu Guð, afi?

Lesa meira

Henrí og hetjurnar

Lesa meira