Um útgáfuna
Ljóðin passet på - ved svømmebassinet (passað sig - við laugina), dovne sorger ved stranden (letilegar sorgir á ströndinni), ved swimmingpoolen (við sundlaugina), svuppesvup og svuppesvup (skvampsvampi og svampskvampi), blik på væg (horft á vegg), ned (niður), vågne (vakna), foråret kommer og kommer (vorið kemur og kemur), rammer løsnes (rammar losna), ud i byen ud i byen (út á lífið út á lífið) og sjappet (slabbinu).
Ny islandsk poesi inniheldur ljóð 10 íslenskra samtímaskálda í danskri þýðingu og er sú þriðja í ritröð ljóðaþýðinga á dönsku. Áður komu út bækurnar Ny tysk poesi (2009) og Ny polsk poesi (2010). Ljóðin eru birt á íslensku samhliða þýðingunum.
Þau Nina Søs Vinther, Lóa Stefánsdóttir og Erik Skyum-Nielsen sjá um þýðingar. Eiríkur Örn Norðdahl skrifar eftirmála að bókinni.
Skáldin sem eiga ljóð í bókinni eru þau Steinar Bragi, Kristín Eiríksdóttir, Ingólfur Gíslason, Haukur Ingvarsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Kári Páll Óskarsson, Ófeigur Sigurðsson, Sölvi Björn Sigurðsson, Ingunn Snædal og Kristín Svava Tómasdóttir.