Ljóðpundari er bráðskemmtileg barnaljóðabók eftir Þórarin Eldjárn, myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn.
Hér má meðal annars lesa um kláran klár, vinina Urg og Surg, fíl í postulínsbúð og beinan banana. Í bókinni er líka vond vísnagáta og nöfn sem má lesa bæði aftur á bak og áfram.