Beint í efni

Minnisblöð úr undirdjúpunum

Minnisblöð úr undirdjúpunum
Höfundur
Fjodor Dostojevskíj
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldasagan Zapiski iz podpolja eftir Fjodor Dostojevskíj í þýðingu Ingibjargar.

Úr Minnisblöðum úr undirdjúpunum

Annað veifið nísti sú hugsun hjarta mitt með djúpum, eitruðum sársauka að tíu ár mundu líða, tuttugu ár, fjörutíu ár, og samt mundi ég, jafnvel eftir fjörutíu ár, rifja upp með viðbjóði og smán þessar saurugustu, afkáralegustu og hræðilegustu mínútur ævi minnar. Lengra varð ekki komist í að niðurlægja sjálfan sig samviskulaust og ótilkvatt, og mér var það fyllilega, fyllilega ljóst og samt sem áður hélt ég áfram að ganga milli borðsins og ofnsins og aftur til baka. Ó, ef þið bara vissuð hvílíkar tilfinningar og hugsanir bærast með mér og hve þroskaður ég er! hugsaði ég af og til, og beindi í huganum máli mínu til sófans þar sem óvinir mínir sátu. En óvinir mínir hegðuðu sér einsog ég væri alls ekki staddur í herberginu. Einu sinni, aðeins í eitt skipti sneru þeir sér í átt til mín, og það var þegar Zvérkov fór að tala um Shakespeare og ég rak upp óvæntan hæðnishlátur. Ég hnussaði svo tilgerðarlega og ógeðslega að þeir hættu allir samstundis að tala saman og virtu mig fyrir sér þegjandi í einar tvær mínútur, alvarlegir og án þess að hlæja, horfðu á mig ganga meðfram veggnum, frá borðinu til ofnsins, og sáu að ég veitti þeim alls enga athygli. En það bar engan árangur, þeir sögðu ekkert og eftir tvær mínútur höfðu þeir gleymt mér. Klukkan sló ellefu.

(s. 90-91)

Fleira eftir sama höfund

Karamazovbræðurnir

Lesa meira

Hinir smánuðu og svívirtu

Lesa meira

Glæpur og refsing

Lesa meira

Fávitinn : skáldsaga í fjórum hlutum

Lesa meira

Tvífarinn. Pétursborgarbálkur

Lesa meira

Djöflarnir

Lesa meira

Fjárhættuspilarinn

Lesa meira