Beint í efni

Tvífarinn. Pétursborgarbálkur

Tvífarinn. Pétursborgarbálkur
Höfundur
Fjodor Dostojevskíj
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1994
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Skáldsagan Dvojník eftir Fjodor Dostojevskíj í þýðingu Ingibjargar.

Úr Tvífaranum

En engu var líkara en að samferðamaður herra Goljadkíns þekkti leiðina eins vel og heimamaður, hann hljóp léttilega upp stigann, án nokkurra erfiðleika, einsog sá sem þekkir staðhætti. Herra Goljadkín var rétt á hælunum á honum, frakkalaf þess ókunnuga slóst meira að segja tvisvar eða þrisvar í nef hans. Hjarta hans sló hægar. Dularfulli maðurinn nam staðar við dyrnar að íbúð herra Goljadkíns, barði að dyrum og (þessu hefði herra Goljadkín furðað sig á við aðrar aðstæður) Petrúshka opnaði samstundis, rétt einsog hann hefði beðið vakandi, hleypti manninum inn og gekk sjálfur inn á eftir honum með kerti í hendi. Viti sínu fjær hljóp okkar maður inn í híbýli sín, inn þröngan ganginn, án þess að fara úr frakkanum eða taka ofan hattinn, og þrumu lostinn nam hann staðar á svefnherbergisþröskuldinum. Öll hugboð herra Goljadkíns reyndust fullkomlega rétt. Allt sem hann hafði óttast og leitt getum að lá nú í augum uppi. Hann greip andann á lofti, honum sortnaði fyrir augum. Ókunni maðurinn sat frammi fyrir honum, einnig frakkaklæddur og með hatt, sat á hans eigin rúmi, brosti út í annað, pírði augun lítið eitt og kinkaði vingjarnlega kolli til hans. Herra Goljadkín langaði að hrópa upp, en gat það ekki - hann langaði að mótmæla þessu á einhvern hátt, en kraftar hans voru á þrotum. Hárin risu á höfði hans og hann lét fallast niður á stól, dofinn af skelfingu. Og ekki að ástæðulausu, reyndar. Herra Goljadkín hafði nú borið kennsl á næturgest sinn. Þessi næturgestur var enginn annar en hann sjálfur - herra Goljadkín sjálfur, annar herra Goljadkín, en nákvæmlega eins og hann sjálfur - í stuttu máli sagt, hann var í einu og öllu það sem kallað er tvífari hans ...

(s. 52)

Fleira eftir sama höfund

Karamazovbræðurnir

Lesa meira

Hinir smánuðu og svívirtu

Lesa meira

Glæpur og refsing

Lesa meira

Fávitinn : skáldsaga í fjórum hlutum

Lesa meira

Djöflarnir

Lesa meira

Minnisblöð úr undirdjúpunum

Lesa meira

Fjárhættuspilarinn

Lesa meira