Beint í efni

Mói hrekkjusvín: landsmót hrekkjusvína

Mói hrekkjusvín: landsmót hrekkjusvína
Höfundur
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Barnabækur

Linda Ólafsdóttir myndskreytir.

Einu sinni á ári fá allar mömmur hrekkjusvína á Íslandi nóg af þeim. Þá senda þær villingana sína á landsmót hrekkjusvína við Jötnatjörn. Mömmurnar hvíla sig og hrekkjusvínin læra bænir og góða siði.

Þegar Mói hrekkjusvín, Orri prestsins og Byssu-Jói fara á kreik getur hvað sem er gerst, draugar fara á stjá í kirkjunni, peningar hverfa úr söfnunarbauknum og moldríkir kúrekar gera allt vitlaust í bíó. Allir þrír hlakka til að fara á landsmót hrekkjusvína við Jötnatjörn og á meðan er rólegt í bænum.

Úr bókinni:

Daginn eftir var laugardagur. Orri mætti til mín eftir hádegi með byssubelti, flókahatt og tóbaksklút.

Eigum við ekki að fara inn í Fjörð og skemmta okkur fyrir peningana? spurði hann.

Jú, en hvað eigum við að gera? Ég setti upp kúrekahattinn og skálmaði út að hjólinu mínu.

Við förum fyrst í bíó og svo út að borða, sagði Orri og brosti út að eyrum.

Við getum borðað í Fjarðarkaffi, stakk ég upp á og Orri samþykkti það.

Byssu-Jói stóð í stofuglugganum þegar við hjóluðum frá húsinu. Hann horfði reiðilega á mig og hristi hausinn.

Mikil krakkaþvaga var fyrir framan miðasöluna í Fjarðarbíói. Það átti að sýna Gau og Gokke og teiknimyndir.

Hvað ætlið þið að fá marga miða? spurði kelling með bleikan varalit og tyggjó.

Ég hikaði aðeins.

Sex miða, sagði ég svo. Við ætlum að fá sex miða.

Orri hnippti í mig.

Sex miða! Hvers vegna þurfum við sex miða?

Ég tók við miðunum, borgaði þá og sneri mér að Orra.

Við erum með svo mikla peninga. Nú getum við haft sex sæti út af fyrir okkur og þurfum ekki að sitja við hliðina á fúlum Firðingum, getum bara breitt úr okkur.

Frábær hugmynd, sagði Orri og ljómaði í framan.

(29-31)

Fleira eftir sama höfund

Ríólítreglan

Lesa meira

Fíasól á flandri

Lesa meira

Fíasól í fínum málum

Lesa meira

Kjallari og fyrsta hæð - hætta á hruni: bóklestur barna - alvara málsins

Lesa meira

Fíasól í hosiló

Lesa meira

Markaðsbörnin og ábyrgðin

Lesa meira

Sigurför himintunglanna: glerlist á sporbaug út í heim

Lesa meira

Vorvindar: viðurkenningar IBBY á Íslandi 2004.

Lesa meira

Bókmannsraunir: vangaveltur um staf og blað

Lesa meira