Beint í efni

Öðruvísi dagar

Öðruvísi dagar
Höfundur
Guðrún Helgadóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Barnabækur

Bókin er sú fyrsta í þríleik. Hinar tvær eru Öðruvísi fjölskylda (2004) og Öðruvísi saga (2006).

Úr Öðruvísi dögum:

Þennan morgun var veðrið alveg arfabrjálað. Það sá ekki út úr augunum fyrir hríð og kuldinn nísti okkur í merg og bein. Stundum þurftum við að taka af okkur vettlingana til að troða blaðinu í lúgurnar og þá lá við að puttarnir á okkur frysu fastir í lúgunni. Og þessi dagur var einn sá versti. Þegar við komum niður að gamla húsinu, sem við geymdum alltaf þangað til síðast, var okkur báðum ísjökulkalt. Jöri var að stinga blaðinu inn þegar hann snarstansaði.
Sjáðu, Kæja, sagði hann, sjáðu!
Í daufu skininu frá útiljósinu sáum við að hitabrúsa hafði verið komið fyrir í skaflinum við dyrnar, svona brúsi eins og pabbi fer með í vinnuna, og hjá honum stóð lítill blár kassi, svona útilegumatarkassi. Og á kassann var límdur miði sem á stóð:

TIL MOGGAKRAKKANNA.
FÁIÐ YKKUR HRESSINGU Í VONDA VEÐRINU.

Við trúðum ekki okkar eigin augum. Jöri skrúfaði lokið af brúsanum og okkur fannst ilmurinn af sjóðheitu kakói leggjast yfir okkur eins og hlý sæng. Ég opnaði bláa kassann og þar voru tveir plastbollar og tvær risastórar samlokur með skinku og osti.
Við settumst hvort á sinn steininn og horfðum hvort á annað.
Hún er frábær, sagði Jöri.
Ég gat ekkert sagt. Mér fannst hjartað í mér vera að springa. Ég hafði aldrei kynnst neinu þessu líku. Ég vissi ekki að svona gott fólk væri til í þessu hverfi eða bara í heiminum yfirleitt.
Fáum okkur, sagði ég bara.
Og við vorum sammála um að við hefðum aldrei smakkað neitt eins gott í öllu lífinu.
Eigum við ekki að skrifa eitthvað á miðann? spurði Jöri.
Þakka fyrir okkur eða svoleiðis?
Við erum ekki með neitt til að skrifa með, sagði ég. Ég bjargaði því með því að brjóta miðann svo að hann varð eins og hjarta í laginu og setti hann í bláa kassann.
Þú ert nú dáldið klár, Kæja, sagði Jöri. Honum finnst þetta stundum.
Kannski er það þess vegna sem mér líkar svona vel við hann. Ég er svolítið svoleiðis.
Finnst gott að láta hrósa mér, meina ég.

(s. 21-3)

Fleira eftir sama höfund

I Troll Islandesi

Lesa meira

Islandi trollilugu

Lesa meira

Ekkert að marka!

Lesa meira

Ekkert að þakka!

Lesa meira

Flumbra : an Icelandic Folktale

Lesa meira

Flumbra: en islandsk troldemor

Lesa meira

Í abbasa húsi

Lesa meira

Í afahúsi

Lesa meira

Jon Egil og Jon Bjarne

Lesa meira