Um bókina
Bókin skiptist í fjóra hluta: Dagur, Fræ, Kvöldljóð til þín og Poèmes en français. Í þeim síðasta birtast þýðingar Róberts Guillemette á ljóðum úr hlutanum Kvöldljóð til þín.
Úr bókinni
Í rökkrinu
Í rökkrinu
virðist tíminn standa í stað
tíminn sem varð að bíða
eftir okkur
á meðan við leituðum hvors annars
Nú er leitinni lokið
og nú getum við
snert tímann
rökkrið
og hvort annað