Beint í efni

Sjávarhjarta

Sjávarhjarta
Höfundur
Ása Marin
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Skáldsögur

Um bóknia

Viðar hefur staðið eins og klettur við hlið Díu sinnar í öllum þeim erfiðleikum sem hafa dunið á henni. Og þegar hann býður henni í unaðslega skemmtisiglingu um Karíbahafið þarf hún ekki að hugsa sig lengi um – jafnvel þótt ferðin sé handavinnuferð og hún hafi tíu þumalfingur. Mál fara þó að flækjast þegar dularfull og daðurgjörn kona úr fortíð Viðars skýtur óvænt upp kollinum á skipinu og fær Díu til að líta samband þeirra nýjum augum.

Úr bókinni

  Þegar húsfreyjan sér að við erum komin í lautina kemur hún út með bakka. Á honum eru bollar með rjúkandi kakói, „kakóbaunirnar voru ræktaðar hér,“ segir húsbóndinn og brosir stoltur.

  Áður en við fáum bolla sýnir hann okkur ávöxt af kakótrénu sem lítur út eins og stór hneta. Hann klýfur skelina til að opna hana og tínir upp með vasahnífnum sleipar kakóbaunir hjúpaðar hvítum belg og leyfir okkur að smakka. Ég sting upp í mig mjúkum belgnum, bragðið er sætt og áferðin er eins og að bíta í bláber. Síðan bít ég í kakóbaunina sjálfa og hún er einnig mjúk undir tönn. Biturt kakóbragðið fyllir munninn. Súkkulaðibragð í sinni hreinustu mynd.

  Hann býður okkur að taka kakóbolla af bakkanum. Lyktin er dásamleg og ég sýp varlega á til að brenna ekki tunguna. Þetta er besta kakó sem ég hef á ævinni smakkað og það er furðugott að drekka heitt kakó í hitanum. Anja rekur augun í bauk sem búinn er til úr gamalli dós sem tyllt hefur verið á staur. Fyrir neðan dósina er heimatilbúið skilti sem búið er að líma litla steina á og mynda þeir orðið gracias. Hún bendir okkur hinum á dósina og Lauga spyr bóndann hvað kakóbollinn kosti. Hann gefur til kynna með látbragði að hann sé ókeypis.

  „Það sem ég vildi að það væri bara fast verð fyrir hlutina. Ég er alltaf svo hrædd um að ég sé að borga of lítið,“ segir Lauga.

  „Ég heyrði einu sinni að þessi frjálsu framlög stuðli að því að hver og einn greiði eftir sinni getu. Þannig geta allir, óháð efnahag, notið þess að upplifa,“ segir Eva.

  Kristín tekur undir þetta og segir að líkt og með þjónustugjald á mörgum stöðum þá fær sá sem nýtur þjónustunnar að meta sjálfur hversu mikils virði hún er honum.

  Mér verður strax hugsað til ýmissa starfa á Íslandi. Hvað ef laun fólks væru í samræmi við það hversu þakklátt fólk er fyrir þjónustuna. Myndi það breyta upplýsingunum í hinu árlega tekjublaði? Hefði ég kannski einhvern tíma komist í blaðið? Þegar fólk er spurt um það hvað sé það mikilvægasta í lífi þess er svarið alltaf börnin og heilsan. Það svar endurspeglast ekki í launaseðlunum.

(s.73-74)

Fleira eftir sama höfund

Að jörðu

   
Lesa meira

Búmerang

    
Lesa meira

Vegur vindsins

   
Lesa meira

Elsku sólir

   
Lesa meira

Yfir hálfan hnöttinn

   
Lesa meira

Og aftur deyr hún

   
Lesa meira
Hittu mig í Hellisgerði kápa

Hittu mig í Hellisgerði

Jólin eru ónýt hjá Snjólaugu. Barnsfaðir hennar ætlar að vera á Tenerife með dóttur þeirra allar hátíðarnar og Snjólaug sér fyrir sér ömurlega einmanalegt aðfangadagskvöld. En svo fær hún snilldarhugmynd: Hún ætlar að vera búin að finna sér kærasta þegar klukkurnar hringja jólin inn.
Lesa meira

Bláar dyr

   
Lesa meira