Smáa letrið er sjöunda ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur, kynngi mögnuð bók full af hárbeittum og sjóðandi femínískum byltingarljóðum um formæður og fjallkonur, dömur og druslur – konur fyrr og nú, „dæmdar í óskráða ánauð / allar sem ein“. Ljóðin eru hrein og bein, meitluð og leiftrandi kímin á köflum, og áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í því hve rækilega þau afhjúpa ríkjandi ástand.
Smáa letrið

- Höfundur
- Linda Vilhjálmsdóttir
- Útgefandi
- Mál og menning
- Staður
- Reykjavík
- Ár
- 2018
- Flokkur
- Ljóð