Sólskinshestur kom fyrst út árið 2005 og var þá tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Um bókina
Sólskinshestur er saga um ástlausan uppvöxt í stóru húsi og óhöndlanlega hamingju; um draumóra og kaldan veruleika, æskuást sem týnist og birtist á ný, djúpa sorg – og um dauðann. Ástin er dýrasta djásnið og ástarþráhyggjan sem heltekur hugann, ljúf og sár, verður að skjólvegg sem lokar úti lífið. Hamingjan er alltaf fyrir handan.
Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur ritar eftirmála.