Beint í efni

Staðir

Staðir
Höfundur
Guðrún Hannesdóttir
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Ljóð

Ljósmynd á kápu: Sólveig Aðalsteinsdóttir.

Úr bókinni:

draumur

ég vakna ekki, en man í svefninum að til er öruggur staður
uppsprettulind hugsana minna og drauma, en ekki er það
olnboginn það veit guð og ekki köld hnén eða iljarnar
í draumnum hef ég bæði týnt björtu belti Órions og
uppsprettustaðnum, ekki er hann augnkrókarnir
varla er hann næfurþunn gagnaugun, og þó?
eitthvað hringlar inni í myrku höfðinu
ég halla mér á hliðina og viti menn!
það rennur, beint úr höfðinu
niður í hjartað, á réttan stað
beltið skín nú óhemju skært
og nú man ég allt í einu
hvernig við fjósakonur
förum að því að villa
á okkur heimildir
skína sem sólir
siðprúðar sólir
á leið okkar
yfir lönd
og álfur
ó já
ó

(43)

Fleira eftir sama höfund

Sagan af skessunni sem leiddist

Lesa meira

Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn

Lesa meira

Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum

Lesa meira

Gamlar vísur handa nýjum börnum

Lesa meira

Fléttur

Lesa meira

Risinn þjófótti og skyrfjallið

Lesa meira

Einhyrningurinn

Lesa meira

Eina kann ég vísu : Skrítinn kveðskapur frá ýmsum tímum

Lesa meira