Af bókarkápu:
Steinn Steinarr naut ekki mikillar virðingar í lifanda lífi en hann var þess ætíð fullviss að skáldskapurinn myndi halda orðstír hans á lofti um ókomna tíð. Sú varð raunin. Steinn Steinarr er eitt mesta ljóðskáld tuttugustu aldar og hver ný kynslóð dáist að skáldskap hans. Snemma spunnust þjóðsögur um líf hans og list og ekki allar sannar. En hver var Steinn Steinarr í raun og veru - vonir hans, ástir og þrár? Hver var lífsskoðun hans og hvaða augum leit hann samferðamenn sína?