Af bókarkápu:
Steinn Steinarr er tvímælalaust eitt mesta ljóðskáld tuttugustu aldar og hver ný kynslóð tileinkar sér skáldskap hans og dáist að honum. Um Stein hafa spunnist ótal þjóðsögur en það var ekki fyrr en Gylfi Gröndal tók sér fyrir hendur að kanna ævi hans að nýjar heimildir komu fram sem gerðu kleift að varpa ljósi á raunveruleg ævikjör skáldsins, ljóð hans, ástir og ævintýri.
Í þessu metnaðarfulla verki bætast við ný gögn og heimildir um líf Steins og list sem vekja munu mikla athygli. Einnig hefur komið í leitirnar kveðskapur eftir hann sem ekki hefur birst áður eins og afmæliskvæði til Þórbergs Þórðarsonar, Guðmundar Sigurðssonar og margt fleira sem vekja mun ómælda athygli.