Beint í efni

Strandhögg

Strandhögg
Höfundur
Rúnar Helgi Vignisson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Skáldsögur


Úr Strandhöggi:

Guðsbarnið kemur í helgarheimsókn með skottið fullt af óhreinu taui og minnir hann á gulu í brókum, þvottahús í Montpellier. Kom hlaupandi út á stoppistöð með fullan poka og gaf honum færi á að leika kavalér óhreina tausins. Hann hefði átt að gefa henni trusseindlæg.
Hvað segir heimilsfaðirinn? spyr hún og vantar ekki tvíræðnina.
Hún nýr honum morgunsvæfinu um nasir, hvað hann sé eiginlega að snuðra fram á nætur, hvort hann sé að gera eitthvað sem hún mundi ekki gera, segja eitthvað sem hún mundi ekki segja? Hann gefur engin grið, brosið íbygginn, eða glottir hann? Svo hverfur hún í fimm tíma og hann eirðarlaus á meðan, fer í langan hlaupatúr. Rjóð í vöngum þegar hún kemur heim.
Hva, er mamma þín hætt að fara eftir þér? segir hann. Kannski búin að sætta sig við að málstaðurinn sé glataður?
En hún foraktar hann, forðast augnaráð hans og gerir sér upp annir, vesenast í nærbuxum, hringir í vini, hangir meira að segja heillengi á línunni til hommans, ballettdansarans, og móðir Viktoría sem þoldi ekki ballett. Það er enn óeirð í honum, getur ekki á heilum sér tekið, reynir að sitja um hana. Hvernig gat honum yfirsést svona? Var hann enginn mannþekkjari? Fyrir þessa manneskju hafði hann rifið sig upp tvisvar sömu nóttina til að óska henni til hamingju með afmælið. Þegar hann náði loks í hana sagði hann: Það er morgunn í París og fólk á leið í vinnu. Rómantísk vella, minntist auðvitað ekki á mistrið, ruslið í rennunum, hlandþefinn í símaklefanum. Það er morgunn í París! Hún hafði verið hálfsofandi, miðnætti hjá henni, og að líkindum farin að fitna.

(s. 57)

Fleira eftir sama höfund

Ást í meinum

Lesa meira

Ekkert slor

Lesa meira

Í allri sinni nekt

Lesa meira

Hermandad femenina

Lesa meira

Of og van

Lesa meira

Furðufuglar og fylgifiskar: Áströlsk kvikmyndagerð í ljósi innlendra og erlendra menningarstrauma

Lesa meira

Eftirbátur

Lesa meira

Ástfóstur

Lesa meira

Feigðarflan

Lesa meira