Beint í efni

Systkinabókin

Systkinabókin
Höfundar
Jóna Valborg Árnadóttir,
 Elsa Nielsen
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

Myndir eftir Elsu Nielsen

Um bókina

Sóla er orðin stóra systir. En það er ekki eins skemmtilegt og hún hélt. Litli bróðir er hávær og alltof lítill til að leika við. Sóla ákveður að grípa til sinna ráða. Hún leggur upp í örlagaríka ferð,  hjartað tekur kipp og ekkert verður eins og áður.

Systkinabókin er óvænt viðbót við sögurnar um Sólu. Þessar litríku bækur efla skilning barna á eigin tilfinningum og annarra og hjálpa þeim að færa þær í orð.

Úr bókinni

Þegar litli fæddist fannst Sólu hann vera bæði rauður og krumpaður í framan.

Aðrir sögðu að hann væri svo mikið krútt og heimilið fylltist af gestum. Allir vildu sjá litla bróður og færa honum gjafir. Samt átti hann ekki afmæli og það var heldur engin afmælisveisla.

(s. 5)

 

Fleira eftir sama höfund

Hetjubókin

Lesa meira

Knúsbókin

Lesa meira

Kormákur leikur sér

Lesa meira

Vinabókin

Lesa meira

Kormákur krummafótur

Lesa meira

Einn, tveir og Kormákur

Lesa meira

Kormákur dýravinur

Lesa meira

Brosbókin

Lesa meira
penelópa bjargar prinsi

Penelópa bjargar prinsi

    
Lesa meira